hmmm...hef ekki bloggað í smá tíma, spes. Nýtt ár hófst á celeb partý á MARU þar sem Joshua Jackson úr Dawsons Creek og Jamie Kennedy voru í góðum gír, að sjálfsögðu hafði ég persónulega stjórn með þessu öllu og þetta gekk svona helvíti vel fyrir sig með engum skandölum nema einn frá Jamie crewinu bað mig um að giftast sér og ég held hann heiti tiny steve eða eitthvað svoleiðis, frekar fyndið. Andri sagði að ef maður byrjaði árið á að fara í sleik (á gamlárs) þá ætti ástarlífið manns eftir að blómstra, ég fór í sleik og fékk bónorð! reyndar ekki frá sama manninum, en hvað um það, I am coming to America! nei reyndar ekki, en ég fékk svona skemmtilegan fiðring í magann við að segja þetta og leyfa sjálfri mér að staldra við og gæla við hugmyndina í örstutta stund...reyndar er ég má smá plott í gangi sem gæti verið að going down í febrúar ef Eiríka frænka comes thru...hint hint eiríka.....
hvorki eskimo, ari magg, b&b eða wonderbra eru búin að hafa samband eftir my debut sem barmafögur konu..ég leitaði skýringa til ljósmyndarans sem er ekki enn búin að framkalla þannig að skýringin liggur þar, bíðið bara þangað til ég fer að auglýsa nýja brjóstahaldara og peningarnir fara að rúlla inn, watch out Tyra....I am Americas next top model.... hmmm...missti mig smá þarna, en bíðið bara!
ég er búin að eiga yndislega viku í faðmi vina og vinkvenna og er Ljósið búið að vera í broddi fylkingar. Ég fékk reyndar ekki nógu spes fréttir frá manninum mínum...ég féll í tölfræði! Hann er víst eitthvað fúll út í mig og felldi mig, þessi Háskóli er ekki hægt. En nú er ég uppi í rúmi að fara yfir glósur og vona að mér gangi betur í næstu viku í endurtektarprófinu, fingers crossed people!
ég fékk þetta þvílíka ís kreiving í dag og plataði Önnu Kristínu til að fara í ísbíltúr í kvöld . Við fórum í og fengum okkur ís on da west side og svo virðist sem að allir hafi fengið sömu hugmynd þar sem búðin var full útað dyrum, frekar sérstakt í ljósi tímasetningar og hitastigs útivið, en hvað um þar gamli ísinn stendur fyrir sínu. Ísbíltúr er klárlega vanmetin og legg ég til að fólk sem er að deita komi sterkt inn með þetta sem kannski 4 deit á leið heim í "video". Ég og Anna eyddum svo góðum tíma í rúnterí að skoða ljós og innrétta í huganum á okkur og að sjálfsögðu að pæla og spæla í framtíðinni. Kannski hef ég þessi áhrif á fólk þar sem ég virðist hafa ofur áhuga á því sem gerist í næstu viku...allavega meiri en á því sem er að gerast á þessari stundu. svona oftast.
ég þarf líka að leggja leið mína í Feng Shui te húsið og Alþjóðahúsið í mat, that is on my plan, hver sem svo vill koma með er velkomin/n, the more the merrier! það var líka eitthvað annað sem ég man ekki alveg núna....but it will kom tú mí.
heyrði í steve vini mínum frá LA sem bætti 2 tonnum af söknuði yfir mig.....samt gott að heyra í honum en samt pínu skrýtið', ég skil bara ekki ennþá hvernig svona símar virka og þannig, mér finnst þetta allt svo súrrelaískt, hvað um það steve sagði allt gott og bað um nákvæma dagsetnignu á heimsókn minni....hmmm pending....
ég fékk loksins loksins pening frá tryggingunum eftir glæpsamlega og dularfulla stuldin á skólatöskunni minni í september! Amma og afi eru búin að vera að massast í mínum málum síðan þá og vil ég meina að afi Gaui hafa bara haft í hótunum og bent á feita tryggingarkallinn sem hló að mér í símanum og sagð að ég myndi aldei fá neitt sagt: ef dóttur dóttur mín fær ekki PRADA lesgleraugun sín og sálfræðibækurnar bættar mun ég segja öllum að VÍS sökki og ég fer yfir til TM, og öll mín fjölskylda..og ég á 12 barnabörn!!! what do you say about that mister man?! að sjálfsögðu var tryggingargaurinn hræddur við afa aka Clark Cable vs Butch Cassidy og geiv mí mæ dógh! en já, jey, skólabókapeningur fyrir mig!
íbúðaskoðun er enn eitt af aðaláhugamálum mínum þessa dagana og býst við því að ég muni halda því eitthvað áfram, svoldið farin að kitla yfir hreiðurgerð.
mig dreymir reglulega hvali og höfrunga og sjóinn, getur einvher hugsanlega túlkað þetta fyrir mig, ég skil ekkert í þessu! dreymdi þetta meðal annars í nótt og gat því ekki vaknað fyrr en draumnum var lokið og var þá nokkuð liðið á daginn.....alls ekki mér að kenna!
annað kvöld verður svo frumsýning á my debut as a movie star heima hjá Önnu Rakel, lítil rödd í höfðinu mínu segir mér samt að þetta sé svona one time thing only og að stjarna mín hafi ekki fengið að skína nærri eins skært og þegar ég var á flugvellinum í Hawaii og NYC.. hægt að lesa um það á www.siggadogg.blogspot.com , skemmtilegt það. en já það verður spennó að sjá myndina, pínu kjánalegt en skemmtilegt.
tveir nánir mér hafa bent mér á alter egoið mitt sem Pollýanna, ég hef barist á móti þessum stimpli í mörg ár og hélt að hann væri loksins farin með rödd fyrrverandi en stimpilinn kom upp aftur í gærkvöldi, í kúri, hvað er það? pollýanna, seriously? hann kom samt með góðan punkt sem erfitt var að neita en engu að síður er þetta general consensus sem hefur algerlega farið framhjá mér?
ég stefni á dekur og afslöppunardag með kannski einum jóga tíma í Laugum í næstu viku, nýtt ár og betri heilsa! (eða allavega í einn dag). skólinn byrjar svo 17.jan, og ég fæ sófasettið mitt 15.jan, Ljósa fer út 10. og árshátið MARU og Apóteksins er 16...kreisí dúing í janúar!
ámmmarrr ekki að fara að kúra og svífa inní draumalandið með höfrungunum og hvölunum? ég held það barasta..
góða nótt fallega fólk
kiss kiss
föstudagur, janúar 7
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég hef aldrei litið á þig sem Pollýönnu, Sigga mín. Þetta kemur mér mjög á óvart.
Frúin
Hvaða hvaða, það að vera Pollýanna þýðir bara að reyna að sjá eitthvað jákvætt út úr öllu neikvæðu. Ég sé ekki að það sé svo hrikalegt. Og hvað er með þessa bloggleti undanfarið? hmmm?
Skrifa ummæli